Tout savoir sur le basket-ball
Vous souhaitez réagir ŕ ce message ? Créez un compte en quelques clics ou connectez-vous pour continuer.
Tout savoir sur le basket-ball

Basket-ball français/ Basket-ball européen/ Basket-ball américain/ Basket-ball asiatique/ Basket-ball africain/ Basket-ball océanien.
 
AccueilAccueil  PortailPortail  RechercherRechercher  Derničres imagesDerničres images  S'enregistrerS'enregistrer  ConnexionConnexion  
Le Deal du moment :
Pokémon EV06 : où acheter le Bundle Lot ...
Voir le deal

 

 Histoire du basket-ball (autre langue : Íslenska)

Aller en bas 
AuteurMessage
Admin
Admin
Admin


Nombre de messages : 364
Date d'inscription : 27/01/2008

Histoire du basket-ball (autre langue : Íslenska) Empty
MessageSujet: Histoire du basket-ball (autre langue : Íslenska)   Histoire du basket-ball (autre langue : Íslenska) Icon_minipostedSam 1 Nov - 5:39

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur (eđa körfubolti) er hóp- og boltaíţrótt sem leikin er af tveimur fimm manna liđum. Markmiđ hvors liđs er ađ skora körfu hjá andstćđingnum og koma í veg fyrir ađ andstćđingurinn nái knettinum og skori körfu.

Körfubolti er áhorfendavćn íţrótt ađ ţví leytinu ađ ţetta er innanhússíţrótt, leikin á tiltölulega litlum leikvelli, ađeins eru tíu leikmenn á vellinum samtímis, og ţeir nota stóran bolta sem auđvelt er ađ fylgja eftir. Ađ auki eru leikmenn yfirleitt ekki međ neinar líkamshlífar, sem gerir viđbrögđ ţeirra sýnilegri. Ţetta er ein vinsćlasta íţróttin í Bandaríkjunum, og er einnig vinsćl í öđrum heimshlutum, svo sem í Suđur-Ameríku, Evrópu, Asíu, og fyrrum Sovétríkjum, ţá sérstaklega í Litháen.

Sagan

Upphaf körfuknattleiks

Körfuknattleikur er óvenjulegur ađ ţví leyti ađ íţróttin var í raun búin til af einum manni. Áriđ 1891 vantađi dr. James Naismith, kanadískan prest í KFUM háskóla í Springfield, Massachusetts, innanhússleik sem sameinađi ţrek og ţokka, til ađ hafa ofan af fyrir ungum mönnum yfir veturinn. Sagan segir ađ eftir ađ búiđ var ađ hafna öđrum hugmyndum, ţar sem ţćr ţóttu of ruddalegar eđa henta illa inni í litlum íţróttasal, hafi hann skrifađ nokkrar grunnreglur, neglt upp ferskjukörfu á vegg íţróttasalarins og fengiđ nemendur sína til ađ hefja leik í hinni nýju íţrótt. Fyrsti opinberi leikurinn fór fram ţar ţann 20. janúar 1892. Körfubolti naut vinsćlda frá upphafi og í gegnum KFUM dreifđist íţróttin fljótt um gjörvöll Bandaríkin.

Ţrátt fyrir ađ hafa upphaflega stađiđ ađ ţróun og útbreiđslu köfuknattleiks leiđ varla áratugur ţar til KFUM var fariđ ađ reyna ađ hindra iđkun íţróttarinnar, ţar sem grófur leikur og ófriđlegir áhorfendur virtust spilla fyrir upphaflegu markmiđi KFUM međ íţróttinni. Önnur áhugamannafélög, háskólar og síđar atvinnumannafélög fylltu fljótlega upp í ţađ tóm.

Körfuknattleikur var upphaflega leikinn međ fótbolta. Ţegar sérstakir boltar voru útbúnir fyrir íţróttina voru ţeir upphaflega „náttúrulega“ brúnir á litinn. Ţađ var ekki fyrr en á öndverđum sjötta áratug 20. aldar ađ Tony Hinkle - sem sóttist eftir bolta sem leikmenn og áhorfendur ćttu auđveldara međ ađ sjá - kynnti til sögunnar appelsínugula boltann sem nú er algengastur.

Háskólakörfubolti og fyrstu deildirnar

Naismith átti sjálfur mikinn ţátt í ađ festa háskólaleikinn í sessi, en hann var ţjálfari hjá Kansas háskóla í sex ár áđur en hinn nafntogađi ţjálfari Phog Allen tók viđ af honum. Amos Alonzo Stagg, lćrisveinn Naismiths, kynnti körfuboltann til sögunnar hjá Chicago háskóla, og Adolph Rupp, fyrrum nemandi Naismiths í Kansas, náđum miklum árangri sem ţjálfari Kentucky háskóla. Fyrstu háskóladeildirnar voru stofnađar upp úr 1920 og fyrsta landsmótiđ, National Invitation Tournament í New York, fór af stađ 1938. Háskólaboltinn riđađi nćstum til falls í kjölfar veđmálahneykslis á árunum 1948-1951, ţegar tugir leikmanna úr bestu liđunum voru bendlađir viđ ađ hagrćđa úrslitum leikja.

Upp úr 1920 voru hundruđ atvinnuliđa í borgum og bćjum Bandaríkjanna. Ţađ var lítiđ sem ekkert skipulag á atvinnumannaleiknum. Leikmenn stukku óheft á milli liđa, og liđ léku í vöruskemmum og reykmettuđum danssölum. Deildir byrjuđu og hćttu, og liđ eins og New York Rens og Original Celtics léku upp undir tvöhundruđ leiki á ári á ferđalögum sínum.
Revenir en haut Aller en bas
https://numero1basket.forumpro.fr
 
Histoire du basket-ball (autre langue : Íslenska)
Revenir en haut 
Page 1 sur 1
 Sujets similaires
-
» Histoire du basket-ball (autre langue : Chinese)
» Histoire du basket-ball (autre langue : Arab)
» Histoire du basket-ball (autre langue : Esperanto)
» Histoire du basket-ball (autre langue : Russe)
» Histoire du basket-ball (autre langue : Italiano)

Permission de ce forum:Vous ne pouvez pas répondre aux sujets dans ce forum
Tout savoir sur le basket-ball :: HISTOIRE DU BASKET-BALL :: HISTOIRE-
Sauter vers:  
Ne ratez plus aucun deal !
Abonnez-vous pour recevoir par notification une sélection des meilleurs deals chaque jour.
IgnorerAutoriser